Leit: 901213|901206|901121|901220|901015|901022|901039|901046|901053|901060|901077|901084|901091|901107|901114| | byggtogbuid.is

15 Vörur

Image of product image 0
Leppalúði
SOL-901213
Leppalúði er þriðji eiginmaður Grýlu og saman eiga þau hina alræmdu jólasveina sem koma til byggða um jólin.
Leppalúði er óskaplegt letiblóð og fara ekki sögur af honum öðruvísi en bíðandi eftir að Grýla færi honum mat í helli þeirra í fjöllunum.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Pottaskefill skóf og sleikti í sig skófirnar innan úr pottunum.

Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku’upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Ketkrókur kom á þorláksmessu til bæja og reyndi þá að ná sér í hangikjötslæri gegnum strompinn.

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag.-
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Hurðaskellir var mikill ólátabelgur og skellti hurðum svo að fólk hrökk upp úr fastasvefni.

Sjöundi var Hurðaskellir,
-sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Bjúgnakrækir var fimur að klifra og sat gjarnan upp í ráfri eldhúsa og graðgaði í sig bjúgu.

Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.

Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Giljagaur var talinn fela sig í fjósinu og fleyta froðuna ofan af mjólkurfötunum þegar enginn sá til.



Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili

og skaust í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Jólakötturinn
SOL-901220
Jólakötturinn er óvættur í íslenskum þjóðsögum og er húsdýr hjá Grýlu og Leppalúða

Jólakötturinn er þekktur fyrir að éta börn sem ekki fá flíkur fyrir jólin

Börnunum var til dæmis gefið kerti og einhver spjör, sokkar eða skór, til þess þau þyrftu ekki að klæða köttinn eins og sagt var
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Skyrgámi þótti skyr afskaplega gott og stalst gjarnan í skyrtunnuna og hámaði í sig þangað til hann stóð á blístri.

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o’n af sánum
með hnefanum braut.

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
uns stóð hann á blístri
og stundi og hrein.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Gáttaþefur hafði mjög stórt nef og fann ilminn af laufabrauði langt upp á heiðar og lokkaði það hann til bæja.

Ellefti var Gáttaþefur
-aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Þegar askarnir voru settir fyrir hunda og ketti til að sleikja var Askasleikir snöggur að ná í þá á undan.

Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Gluggagægir lagðist á glugga til að gægjast inn. Ef hann sá þar eitthvað eigulegt reyndi hann að krækja sér í það.

Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn

og leit inn um hann.

Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Grýla
SOL-901206
Grýla er sá gestu jólanna sem er talinn hvað skelfilegastur, hún er móðir jólasveinanna og einnig er hún kennd við barnát

Grýla reið með garði,
gekk með henni Varði.
Hófar voru á henni,
hékk henni toppur úr enni.
Dró hún belg með læri,
börn trúi ég þar í væri.
Valka litla kom þar að
og klippti á gat með skæri.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Stúfur var minnsti jólasveinninn eins og nafnið bendir til. Hann nældi sér í pönnur og át agnirnar sem brunnið höfðu fastar.

Stúfur hét sá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Stekkjastaur var sagður sjúga mjólk úr sauðkindum. Hann hafði staurfætur á báðum fótum svo það gekk heldur erfiðlega.
Stekkur var sérstök gerð fjárréttar og þaðan fékk Stekkjastaur nafnið.



Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
—þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
—það gekk nú ekki vel.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir
Image of product image 0
Þvörusleiki þótt afskaplega gott að sleikja þvörur og stalst inn í eldhús þegar færi var á til að næla sér í þær.
Þvara var stöng með blaði sem notuð var til að hræra í pottum eins og sleif er notuð nú á dögum.

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.

Og ósköp varð hann glaður,

þegar eldabuskan fór.

Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.
2.895 kr
  • Vefur
  • Verslanir