Afhending vöru

Hægt er að sækja vörurnar í verslun okkar í Kringlunni, eða fengið sent með Póstinum á næsta pósthús/póstbox eða heima að dyrum.

Afgreiðsla og afhending pantana tekur alla jafna 1-2 virka daga og eru flestar pantanir afgreiddar samdægurs eða daginn eftir, með fyrirvara um álag og að allar vörur séu til á lager. Þó getur komið fyrir að vörur séu tímabundið uppseldar og munum við þá strax hafa samband í síma eða með tölvupósti. Vörur sem eru uppseldar í lengri tíma eru annaðhvort merktar sem uppseldar eða fjarlægðar úr vefverslun.

Velji viðskiptavinur að fá pöntun senda verður pöntunin send með Póstinum heim að dyrum eða á næsta pósthús/póstbox gegn gjaldi sem reiknast áður en gengið er frá pöntun. Pantanir sendar með Póstinum eru alla jafna afhentar til flutningsaðila næsta virka dag.

Af öllum pöntunum dreift af Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins. Í undantekningartilfellum er hægt að biðja um að sendingar fari á vöruflutningamiðstöðvar staðsettar í Reykjavík.  

Sé vara uppseld eða önnur atriði tefja afgreiðslu pöntunar er haft samband við viðskiptavin eins fljótt og hægt er, með upplýsingum um hvenær pöntun verður afgreidd og með hvaða hætti.