KitchenAid þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en fyrirtækið hefur framleitt ýmsar vörur fyrir eldhúsið síðan árið 1919.  Á þessum tíma hefur KitchenAid unnið sér inn orðspor að vera með eitt helsta gæðamerki heims á sviði eldhústækja, stórum sem og smáum.  Í sviðsljósinu stendur þó alltaf hrærivélin.  Þar sló KitchenAid í gegn fyrir hundrað árum og á þessum tíma hefur fyrirtækið þróast í að gera einstaklega endingargóðar hrærivélar sem koma í yfir 30 litum.

Það nýjasta í vöruúrvali KitchenAid er 100 ára afmælislínan, Queen of Hearts.  Um er að ræða nýjan rauðan lit sem heitir passion red.  Nafnið er dregið frá ástríðunni sem KitchenAid hefur fyrir eldhúsinu og upplifununum sem því fylgja.

 

Raða
Raða