Skilmálar

 

Í Byggt og búið leggjum við ríka áherslu á góða þjónustu og ánægju viðskiptavina. Til þess höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd og rafræn viðskipti, sem eru til þess fallin að tryggja rétt neytenda, sem og seljanda (lög nr.77/2000, nr.30/2002 og nr.48/2003).

Skilmálann samþykkir kaupandi með staðfestingu á kaupum.

 

     1. Sending og kostnaður

Hægt er að sækja vörurnar í verslun okkar í Kringlunni, eða fengið sent með Póstinum á næsta pósthús/póstbox eða heima að dyrum.

Afgreiðsla og afhending pantana tekur alla jafna 1-2 virka daga og eru flestar pantanir afgreiddar samdægurs eða daginn eftir. Þó getur komið fyrir að vörur séu tímabundið uppseldar og munum við þá strax hafa samband í síma eða með tölvupósti. Vörur sem eru uppseldar í lengri tíma eru annaðhvort merktar sem uppseldar eða fjarlægðar úr vefverslun.

Velji viðskiptavinur að fá pöntun senda verður pöntunin send með Póstinum heim að dyrum eða á næsta pósthús/póstbox gegn gjaldi sem reiknast áður en gengið er frá pöntun. Pantanir sendar með Póstinum eru alla jafna afhentar til flutningsaðila næsta virka dag.

Af öllum pöntunum dreift af Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Byggt og búið til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins. Byggt og búið ber enga ábyrgð á tjóni eða töfum í sendingu. Í undantekningartilfellum er hægt að biðja um að sendingar fari á vöruflutningamiðstöðvar staðsettar í Reykjavík.  

 

     2. Greiðsla

Greiðsla á vöru fer fram með kreditkorti gegnum öruggt greiðslukerfi frá Borgun.  Einnig er að greiða með millifærslu, Netgíró eða SíminnPay.

Greiðsludrefing

Byggt og Búið býður upp á raðgreiðslur til allt að 39 mánaða í samstarfi með Borgun. Vaxtalausar raðgreiðslur eru í boði til allt að 6 mánaða. Til að nota raðgreiðslur þarf greiðslukort frá VISA eða Mastercard. Lántökugjald er 3,5% og greiðslugjald er 390 kr. per greiðslu.

Samanburður á lánum.

Ef þú ert að skoða að dreifa greiðslu í nokkra mánuði getur þú séð samanburð á lánum á Aurbjorg.is, síðan birtir fleiri möguleika en greiðslukerfi okkar bíður upp á. Byggt og Búið býður upp á lán frá Borgun og Netgíró. Athugið að reiknivél miðar ekki við vaxtalaus lán Borgunar sem við bjóðum upp á.

          

     3. Vöruskil

Vöru má skila innan 14 daga, með framvísun kvittunar, gegn fullri endurgreiðslu.

Allir fylgihlutir þurfa að fylgja með vöru þegar vöru er skilað. Skilavara skal vera söluhæf, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta einkenni, eiginleika og virkni. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum eða notuðum vörum.

Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila og ber ábyrgð á að koma vörunni til Byggt og búið. Sendingargjald er ekki endurgreitt. Þurfi að senda vörur til Byggt og búið ber viðskiptavini að tilkynna eins fljótt og auðið er að hann ætli að nýta sér skilaréttinn. Finna má staðlaðar leiðbeiningar og uppsagnareyðublað á neytendasamningi í viðauka 1 og 2 í reglugerð nr. 435/2016 um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi.

Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila.

 

 

     4. Ábyrgð

Ábyrgðartími er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða, í samræmi við lög um neytendakaup, nema annað sé tekið fram. 
Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár.
 
 

     5. Innskráning með Facebook

Með því að skrá þig inn á vefsíðu Byggt og búið í gegnum Facebook samþykkir þú að Byggt og búið fái aðgang að eftirfarandi upplýsingum, séu þær aðgengilegar á Facebook-aðgangi þínum:
  1. Fullt nafn
  2. Netfang

Byggt og búið notar þessar upplýsingar til að stofna aðgang þinn að vefsvæði byggtogbuid.is og deilir þeim ekki með öðrum. Með því að nota innskráningu í gegnum Facebook á www.byggtogbuid.is samþykkir þú þessa skilmála.

 

Endurvinnsla á raftækjum og rafhlöðum

Þú mátt skila rafhlöðum til okkar eða á móttökustöðvar sveitarfélaga þér að kostnaðarlausu.
Raftæki geta innihaldið spilliefni, til að mynda rafhlöður og önnur efni og því er mikilvægt að þeim sé alls ekki fargað með almennu heimilissorpi heldur farið með í sérstaka raftækjagáma á söfnunarstöðvum sveitarfélaganna, þ.e.a.s Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Rafhlöður eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp.